Collection: Höfuðbeina- og spjaldhryggjajöfnun

Höfuðbeina- og spjaldhryggjajöfnun var þróuð af lækninum John E. Upledger eftir víðtækar vísindarannsóknir frá 1975 til 1983 við Michigan State University, þar sem hann starfaði sem klínískur rannsakandi og prófessor í líffræði.

Höfuðbeina- og spjaldhryggjajöfnun eða CranioSacral Therapy (CST) er mild, praktísk aðferð til að meta og auka virkni lífeðlisfræðilegs kerfis sem kallast höfuðbeina- og spjaldhryggjakerfið. Það samanstendur af himnum og heila- og mænuvökva sem umlykur og verndar heila og mænu.
Með því að nota mjúka snertingu sem er yfirleitt ekki meira en 5 grömm, eða um þyngd krónupenings, losa iðkendur hömlur, sem hefur verið sýnt fram á að bætir starfsemi miðtaugakerfisins og getur haft áhrif á önnur kerfi líkamans, m.a. í meltingarvegi, stoðkerfi, öndunarfærum, blóðrás o.fl. Einnig hefur verið sýnt fram á að CST hjálpar til við líkamlega þætti sem tengjast líkamlegum aðstæðum eins og áfallastreitu, þunglyndi og kvíða.