Um okkur


Eigendur fyrirtækisins Hugur í hjarta eru þær Hrönn Sigurðardóttir og Kristjana Jokumsen. Hugmyndin að HÍH fæddist þegar Kristjana var að vinna sig út úr kulnun þar sem það þótti þörf á heildrænum meðferðum og -vinnu fyrir fólk í hröðu samfélagi. Hægt er að panta tíma hjá Hrönn eða Kristjönu hér á síðunni eða https://noona.is/hugurihjarta.

Hrönn

Hrönn hefur verið forvitin um andleg málefni og næm frá barnsaldri.  Vegferðin hennar hófst heima á Seyðisfirði sem unglingur þar sem hún stundaði hugleiðslu og heilun. Þaðan tók við mikil sjálfsvinna og starf með öðrum í sjálfboðavinnu.

Hrönn er Reiki meistari og hefur unnið magnaða vinnu með lífsorkunni síðustu ár. Hún er einnig höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferðaraðili og menntaður Shamanic Breathwork leiðbeinandi frá Venus rising sem er hluti af Global professional Breathwork Alliance.

Hrönn hefur áratuga reynslu af sjálfs- og orkuvinnu. Í dag vinnur hún sem meðferðaraðili fyrir Hug í hjarta.

Kristjana

Kristjana er með B.A. í uppeldis- og menntunarfræði með sálfræði sem aukagrein og M.A. í fötlunarfræði frá HÍ. Hún hefur einnig lokið námi í stjórnendamarkþjálfun frá HR.

Hún er Reiki Meistari og hefur unnið með reiki og kundalini orku í 20+ ár. Hún er höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferðaraðili, með menntun í NA Shamanisma frá Otter Dance School of medicine og er Yin yoga og Yoga Nidra kennari.

Kristjana hefur áratuga reynslu af skóla-, frístunda- og félagsmiðstöðvastarfi. Í dag vinnur hún sem meðferðaraðili, ráðgjafi og markþjálfi fyrir Hug í hjarta og sem kennari í Móar studio.